Við leggjum áherslu á að selja fallega umhverfisvæna hönnunarvöru sem stenst tímans tönn. Þú finnur sýningarrými okkar á Hverfisgötu 18, beint á móti Þjóðleikhúsinu.
Listval var stofnað árið 2019 með það að markmiði að auðvelda fólki að fjárfesta í myndlist og gera hana aðgengilegri. Listval hefur hjálpað fjölda einstaklinga og fyrirtækja við val á nýjum verkum en einnig aðstoðað einstaklinga með safneign sína og upphengi. Frá 2020 hefur Listval staðið fyrir listasýningum í NORR11 og eru nú einnig með sitt eigið rými á Hólmaslóð 6.
Yfirstandandi sýning Listvals í NORR11 er
Guðrún Einarsdóttir
Efnislandslag
5.3–11.4.2022