Listval

NORR11 og Listval kynna samstarf og sýningarröð í verslun okkar á Hverfisgötu 18.

Ása K. Jónsdóttir
Hlutfesti
9.12 – 31.01.2023


Á sýningunni Hlutfesti notar Ása K. Jónsdóttir draumkenndan hversdagsleikann sem útgangspunkt. Hún veltir fyrir sér hvernig við eigum það til að festast í viðjum hins hversdagslega vana og forðumst tilhögun um breytingar þrátt fyrir að við séum vel fær um að takast á við þær. Verkin vísa í samstæður í lífinu og náttúrunni og bera með sér ákveðinn kraft og innlifun. Með litríkum og lifandi pensilstrokum myndar hún spennu, orku og hreyfingu sem leiðir augu þess sem horfir.

Ása Karen Jónsdóttir (f. 1990) lauk BA prófi í Textíl hönnun frá London College of Fashion árið 2013 og MA prófi frá Contemporary Art Practice við Royal College of Art í London 2022. Verk Ásu hafa verið sýnd bæði í Bretlandi og á Íslandi.
 
Sýningarskrá og fyrri sýningar má nálgast hjá Listval.